Andrea með Íslandsmet í 3000m hindrun

Penni

< 1

min lestur

Deila

Andrea með Íslandsmet í 3000m hindrun

Í dag lauk keppni á Evrópubikar sem fór fram í Silesia í Póllandi dagana 20.-22. júní. Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000m hindrun. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mín en fyrra metið var 10:21,26 síðan 2018. Arndís Diljá Óskarsdóttir náði lágmarki á EM U20 er hún kastaði 48,57m sem er einnig persónuleg bæting. Ísland lenti í fjórtánda sæti sem þýðir að við föllum því miður niður í þriðju deildina.

Úrslit frá degi þrjú

  • Elías Óli Hilmarsson – Hástökk 2,02 | 12. sæti
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – 200m 24,13  | 14. sæti
  • Guðni Valur Guðnason – kúluvarp 18,21m PBÚ | 8. sæti
  • Kolbeinn Höður Gunnarsson – 200m 20,98 sek. | 6. sæti
  • Irma Gunnarsdóttir – langstökk 6,03m | 9. sæti
  • Eva María Baldursdóttir – hástökk 1,73m  | 12.sæti
  • Dagbjartur Daði Jónsson – spjótkast 72,00m  | 10. sæti
  • Hlynur Andrésson – 5000m 14:27,80 | 11. sæti
  • Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir – 1500m 4:38,43 PB | 15. sæti
  • 4x400m boðhlaup (Eir, Ingibjörg, Sæmundur og Kolbeinn) 3:29,99 | 8.sæti

Heildarúrslit mótsins má finnna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Andrea með Íslandsmet í 3000m hindrun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit