Andrea Kolbeinsdóttir kjörin Íþróttakona Reykjavíkur annað árið í röð

Penni

2

min lestur

Deila

Andrea Kolbeinsdóttir kjörin Íþróttakona Reykjavíkur annað árið í röð

Á miðvikudaginn var Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) kjörin Íþróttakona Reykjavíkur. En þetta er annað árið í röð sem hún er fær þá nafnbót.

“Ég bjóst alls ekki við að fá titilinn annað árið í röð þar sem hinar stelpurnar sem voru tilnefndar hafa gert alveg frábæra hluti á árinu. Ég ætlaði að reyna við Íslandsmetið í maraþoni í Valencia núna í desember en meiddist í undirbúningnum svo þetta er búið að vera erfiður mánuður. Það var því extra góð tilfinning að fá þennan titil og minna sig á allt það góða sem ég gerði á árinu. Stóru markmiðin 2024 eru meðal annars EM í fjallahlaupum og svo á ég óklárað verk í Valencia í desember.” – Andrea Kolbeinsdóttir

Með tvö Íslandsmet og 7 Íslandsmeistaratitla þetta árið

Í lok mars bætti Andrea 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000m hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Hún kom í mark á tímanum 16:46,18 mín. en fyrra metið var 17:25,35 mín. sem Fríða Rún Þórðardóttir setti árið 1994. Andrea náði þessum frábæra árangri aðeins þremur tímum eftir að hafa náð Íslandsmeistaratitli í gönguskíðum. Í apríl sigraði hún MÍ í 5km hlaupi á tímanum 16:27mín. Í byrjun júní tók hún þátt í Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum, þar keppti hún í 45km hlaupi og lenti í 35. sæti, stuttu eftir það fór hún með landsliðinu í frjálsum á Evrópubikar og og setti þar Íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi á tímanum 10:08,85 mín. Hún sigraði MÍ í hálfu maraþoni á tímanum 1:17:42 og bætti brautarmet Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur frá því á síðasta ári sem var 1:20:43. Hún sigraði Laugarvegshlaupið og bætti brautarmetið annað árið í röð á tímanum 4:22:56 klst. sem er 10 mínútna bæting frá því í fyrra. Á MÍ utanhúss varð hún þrefaldur Íslandsmeistari í 1500m, 3000m hindrun og 5000m. Hún sigraði MÍ í 10km á tímanum 35:37 mín. Reykjavíkurmaraþonið vann hún einnig á tímanum 2:42:11 klst. og var 33 mín á undan næstu konu. 5 mínútna bæting frá því í fyrra.

Ísold Klara Felixdóttir var kjörið íþróttakvár Reykjavíkur 2023, Karate.

Haraldur Franklín Magnússon var kjörinn íþróttakarl ársins 2023, golf.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, Andrea Kolbeinsdóttir, Ísold Klara Felixdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 
Ljósmynd/ÍBR

Penni

2

min lestur

Deila

Andrea Kolbeinsdóttir kjörin Íþróttakona Reykjavíkur annað árið í röð

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit