Andrea og Þórólfur á nýjum aldursflokkametum

Meistaramót Íslands í heilu og hálfu maraþoni fór fram í gær samhliða Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara

Í heilu maraþoni í karlaflokki varð Arnar Pétursson úr Breiðabliki Íslandsmeistari á tímanum 2:51:47. Í öðru sæti varð Gísli Helgason úr KR á tímanum 2:56:32 og í því þriðja varð Kristinn Logi Hallgrímsson úr Breiðabliki á tímanum 3:00:41.

Í kvennaflokki sigraði Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR á tímanum 3:06:22 sem er nýtt aldursflokkamet í flokki 20-22 ára. Í öðru sæti varð Eygló Traustadóttir úr ÍR  á tímanum 3:37:54 og í því þriðja varð Guðbjörg Jónsdóttir úr Breiðabliki á 4:02:34. 

Í hálfu maraþoni í karlaflokki varð Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR Íslandsmeistari og setti hann einnig aldursflokkamet í flokki 45-49 ára á tímanum 01:12:02. Í öðru sæti varð Arnar Pétursson en hann tók þátt í bæði heilu og hálfu maraþoni. Hann kom í mark á tímanum 1:13:31. Í því þriðja varð Freyr Karlsson úr ÍR á tímanum 1:16:49.

Í kvennaflokki sigraði Verena Karlsdóttir úr ÍR á tímanum 1:24:253. Í öðru sæti varð Íris Dóra Snorradóttir úr FH  á tímanum 1:33:20 og í því þriðja varð Daria Luczków úr Keflavík á 01:34:22.

Öll úrslit úr hlaupinu má finna hér.