Ásbjörn Karlsson fyrrverandi formaður laganefndar FRÍ er látinn. Ásbjörn lagði mikið af mörkum til hreyfingarinnar. Ásbjörn sat í mörg ár í stjórn FRÍ. Hann var öflugur félagi heima í héraði, en ekki síður á vettvangi Frjálsíþróttasambandsins þar sem hann m.a. fór fyrir laganefnd sambandsins um árabil, auk mikilvægra starfa á ársþingum FRÍ þar sem Ásbjörn starfaði iðulega í laganefnd. Ásbjörn hlaut gullmerki sambandsins fyrir vel unnin störf árið 2016.
Þakkar FRÍ að leiðarlokum og sendir fjölskyldu Ásbjörns kærar og innilegar samúðarkveðjur.