Alþjóðlegt frjálsíþróttanámskeið í Reykjavík 1. – 6. okt. nk.

 Það námskeið sem haldið verður hér að þessu sinni er á I. stigi og fyrir leiðbeinendur. Þeir sem útskrifast af þessu námskeiði fá alþjóðleg leiðbeinendaréttindi hjá IAAF og geta kennt leiðbeinendaefnum á vegum IAAF hvort sem er hér a landi eða erlendis.
 
Þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda að þeir hafi íþróttakennaramenntun eða menntun á sviði fræðslu, séu eða hafa verið starfandi sem þjálfarar eða íþróttakennarar. Þetta námskeið er það fyrsta sem haldið er hér á landi, en fyrirhugað er að bjóða fleiri námskeið á þessu stigi, bæði fyrir og eftir jól. Síðan er fyrirhugað að efna til námskeiðs á II. stigi eftir áramót, en fyrst verður að senda leiðbeinendur á námskeið erlendis til að sækja alþjóðleg réttindi.
 
Námskeið á III – V stigi verða haldin á vegum IAAF, stefnt er að því að bjóða öllum starfandi þjálfurum í landinu á námskeið á I. og II. stigi hér á landi á næstu misserum. 
 
I. stig CECS er ætlað börnum og unglingum og nefnist það Kids Athletics á ensku og hefur verið nefnt Krakkafrjálsar á íslensku. Þetta kerfi byggist upp á því að gera fjrálsíþróttir auðveldar, skemmtilegar og þar að leiðandi aðgengilegar fyrir börn. Markmiðið er að gefa öllum tækifæri á vera með, ekki bara í keppni heldur miklu frekar í leik og kynnast grunnatriðum íþrótta almennt. 
 
Á síðari stigum er farið meir og meir út i tækni og grunnatriði þjálfunar fyrir félagsþjálfara og síðar þjálfara afreksmanna og kvenna.
 
Frekari fréttir verða birtar síðar af námskeiðum sem verða í boði, bæði hérlendis og erlendis.

FRÍ Author