Alþjóðleg mótaskrá 2012

Önnur áhugaverð mót eru t.d. HM innanhúss sem verður að þessu sinni í Istanbul í Tyrklandi 9. til 11. mars. HM unglinga (18 og 19 ára) verður í Barcelona 10. – 15. júlí. Þar verður einnig minnst 100 ára afmælis IAAF.Vetrarkastsbikarkeppnin verður í borginni Bar í Svartfjallalandi 17. og 18. mars.
 
Helstu mót í Evrópu á næsta ári og þeim næstu er hægt að sjá á yfirliti frá EAA. Einnig er hægt að sjá lista með helstu mótum á næsta ári hér, raðað upp eftir flokkum.
 
Nú er unnið að gerð tillögu að mótaskrá FRÍ fyrir næsta ár og verða drög að henni kynnt á mótaþingi sem boðað verður til í næsta mánuði.

FRÍ Author