Allir á Selfoss!

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Allir á Selfoss!

Boðsmótið Selfoss Classic – 75 ára afmælismót FRÍ hefst á morgun, laugardaginn 28. maí. Keppin hefst klukkan 12:00 og eru um 50 keppendur skráðir og þar á meðal níu erlendir keppendur. Hápunktur mótsins verður kringlukast karla þar sem ríkjandi heims- og Ólympíumeistari verður á meðal keppenda. Kringlukastkeppnin verður sýnd í beinni á RÚV klukkan 14:00 en við hvetjum alla til að mæta á Selfoss!

Fyrsta grein er sleggjukast karla og kvenna þar sem Íslandsmethafarnir Hilmar Örn Jónsson og Elísabet Rut Rúnarsdóttir fá góða keppni frá Svíunum Ragnar Carlsson og Grete Ahlberg. Íslandsmet Hilmars er 77,10 metrar sem hann setti árið 2020 og er hann búinn að kasta 75,52 metra lengst í ár. Carlsson á best 76,87 metra og var hann þriðji í sleggjukasti á EM U23 í Tallinn árið 2021. Íslandsmet Elísubetar er 64,39 metrar og er hún búin að kasta 64,30 metra lengst í ár. Elísabet var í fjórða á HM U20 á síðasta ári. Ahlberg á best 69,15 metra.

Sterkasta greinin á mótinu verður kringlukast karla þar sem ríkjandi heims- og Ólympíumeistarinn í kringlukasti Daniel Ståhl er á meðal keppenda. Ståhl á best 71,86 metra sem er fjórða lengsta kastið frá upphafi í kringlukasti karla. Simon Pettersson silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Tókýó kastar einnig en hann og Ståhl eru þjálfaðir af Vésteini Hafsteinssyni. Pettersson á best 69,48 metra. Íslandsmethafinn í kringlukasti Guðni Valur Guðnason verður á meðal keppenda. Guðni er búinn að kasta lengst 63,69 í ár en Íslandsmet hans í greininni er 69,35 metrar. Sam Mattis frá Bandaríkjunum bætti nýlega sinn persónulega besta árangur með kast upp á 68,69 metra og mun hann taka þátt í kringlukastkeppninni.

Hollendingurinn Naomi Sedney verður á meðal keppenda. Naomi sigraði í 60 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs og verður á meðal keppenda í 100 metra hlaupi á Selfossi á morgun. Naomi var hluti af hollensku 4x100m boðhlaupsveitinni sem vann til gullverðlauna á EM árið 2016. Hún á best 11,24 sek. í 100 metra hlaupi.

Tímaseðil og úrslit í rauntíma má finna hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Allir á Selfoss!

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit