Aldursflokkamet og brons í 1500m ungkvenna

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR hljóp áðan 1500m á tímanum 4:28,59mín sem er persónuleg bæting hjá henni og jafnframt aldursflokkamet í 15 ára stelpna. Fyrra metið átti Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni og það var 4:34,46 og var sett árið 2004. Aníta varð í þriðja sæti með þennan árangur. Hún var rétt um einni og hálfri sekúndu á eftir fyrsta sætinu.
Frábær árangur hjá Anítu annan daginn í röð. Hér er á ferð frábær frjálsíþróttakona.

FRÍ Author