Aldursflokkamet í kringlukasti

Jófríður Ísdís Skaftadóttir úr FH varð í dag Íslandsmeistari í kringlukasti kvenna aðeins 15 ára gömul. Hún kastaði kringlunni 38,42m sem er einnig aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Gamla metið 38,20m var í eigu Hönnu Lindar Ólafsdóttur úr UMSB og var það sett fyrir tæpum 21 ári eða árið 1992. Frábær árangur hjá henni. 
 
 

FRÍ Author