Aldursflokkamet í 4x400m ungkvenna

Stelpurnar Arna Stefanía úr ÍR, Björg Gunnarsdóttir ÍR, Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik og Aníta Hinriksdóttir ÍR voru í þessu að setja nýtt aldursflokkamet í 4x400m á tímanum 3.48.03mín. Fyrra metið áttu Arna Stefanía úr ÍR, Stefanía úr Breiðablik, Björg úr ÍR og Dóróthea úr ÍR frá því á NM 19 ára og yngri í fyrra sem haldið var á Akureyri. Þær hlupu þá á tímanum 3,48,33mín.
 
Frábær árangur hjá þeim og þær lentu í 4 sæti með þennan árangur en keppnin virðist hafa verið mjög spennandi því aðeins rúm sekúnda skildi að 1 og 4 sætið. Norsku stelpurnar unnu á tímanum 3;46,96mín.

FRÍ Author