Aldursflokkamet á MÍ 11-14 ára

 Þrjú  ísl. aldursflokkamet voru sett á nýafstöðnu móti 11 – 14 ára.
 
Ragúel Pino UFA bætti 11 ára gamalt met í 80m gr 13 ára stráka er hann hljóp á tímanum 12,50sek. Gamla metið var 12,75sek sem Örn Davíðsson úr HSK átti. 
Helga Margrét Haraldsdóttir setti, einnig aldursflokkamet, í 80m grindahlupi 13 ára stúlkna hljóp á 12,92 og bætti met sem Dóra Hlín Loftsdóttir FH átti sem var 13,12 sek frá 2005.
Helgi Pétur Davíðsson UMSE bætti aldursflokkametið í 80m gr 14 ára stráka er hann hljóp á tímanum 12,16sek. Gamla metið átti Dagur Andri Einarsson úr FH frá því 2012 og var það 12,61sek.  
12 ára strákasveit HSK/Selfoss bætti aldursflokkametið í 4x100m er þeir hlupu á 56,12sek. Gamla metið er frá því 1999 og það met áttu sveit Breiðabliks. 
Nöfn strákanna sem allir eru fæddir 2002: Viktor Karl Halldórsson, Hákon Birkir Grétarsson, Kolbeinn Loftsson, Máni Snær Benediktsson.

FRÍ Author