Aldursflokkamet, HM lágmörk og frábær árangur á Vormóti HSK!

Glæsilegur árangur var á Vormóti HSK sem fram fór í gærkvöldi og mikið um persónulegar bætingar. Hæst ber að ungstjörnurnar tvær úr ÍR, þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth börðumst um sigurinn í 100m hlaupi og  bættu sig báðar. Guðbjörg kom á undan í mark á tímanum 11,68 sek og bætti stúlknametið  í flokki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára sem Tiana Ósk setti í fyrra um 8 sekúndubrot. Tiana Ósk kom önnur í mark á 11,72 sek sem er frábær tími og ljóst að baráttu þeirra er ekki lokið í sumar.

Einnig gerðu þær sér báðar lítið fyrir og hlupu báðar undir lágmarki fyrir Heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Tampere Finnlandi í byrjun júlí. Lágmarkið er 11.80 sek.

TIL HAMINGJU!

Öll úrslit mótsins og fleiri bætingar eru hér

Hér eru þær stöllur í miðjunni ásamt Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Hrafnhildi Eir.