Alberto Borges á CECS námskeiði í Köln

Samþykkt var á Frjálsíþróttaþingi árið 2010 að innleiða CECS kerfi IAAF sem fræðslukerfi hér á landi, en í október 2009 var haldið kennaranámskeið hér á landi fyrir 1. stig. Síðan þá hafa verið haldin árlega námskeið fyrir þjálfara á 1. stigi hér á landi á vegum FRÍ og hafa hátt í 30 þjálfarar sótt þessi námskeið undanfarið.
 
Til stendur að senda þjálfara á 2. stig til að fá kennsluréttindi, en fyrstu tvö stigin eiga að vera kennd heima fyrir, en IAAF heldur námskeið á 3., 4. og 5. stigi. Nokkur bið hefur því miður orðið á því að hægt hefur verið að senda Íslendinga á námskeið til að fá kennsluréttindi á 2. stigi.
 
Hægt er að sækja frekari upplýsingar um fræðslukerfi IAAF hér á heimasíðu þess.

FRÍ Author