Fólk þekkir Óskarinn og Edduna. Nú eiga frjálsíþróttirnar Öbbuna! En stjórn FRÍ ákvað að heiðra minningu Aðalbjargar Hafsteinsdóttur, varaformanns FRÍ, sem féll frá fyrir aldur fram á liðnu ári með því að veita á uppskeruhátíðinni sérstök verðlaun, í hennar nafni, sem munu verða áfram veitt framúrskarandi framlagi til upplyftingar og útbreiðslu frjálsíþrótta.
Fyrsti handhafi Öbbunnar er Albert Þór Magnússon sem á liðnu ári fór á kostum við að lýsa og lyfta upp stemningu á frjálsíþróttamótum.
Er það von stjórnar að verðlaunin verði eldhugum í íþróttinni hvatning til ókominna ára við að vekja athygli á íþróttinni og efla hana á ýmsan hátt.