Ágústa og Bjarni íslandsmeistarar í fjölþrautum í gær

Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss varð í gær íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna, hlaut samtals 3809 stig.
Ágústa hljóp 60m grind á 9,18 sek., stökk 1,68m í hástökki, varpaði kúlunni 12,48m, stökk 5,46m í langstökki og hljóp 800m á 2:27,49 mín. Í öðru sæti í fimmtarþrautinni varð Fjóla Signý Hannesdóttir einnig úr Umf.Selfoss, hlaut samtals 3152 stig, en aðeins tvær konur luku keppni í fimmtarþrautinni að þessu sinni.
María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni varð íslandsmeistari í fimmtarþraut meyja með 3403 stig.
Bjarni Malmquist Jónsson Fjölni varð íslandsmeistari í sjöþraut karla, hlaut samtals 4905 stig. Bjarni var 74 stigum á undan Bjarka Gíslasyni UFA, en hann varð í öðru sæti með 4831 stig. Þriðji varð Guðjón Ólafsson Breiðabliki með 4232 stig. Bjarni hljóp 60m á 7,16s, stökk 6,93m í langstökki, varpaði kúlunni 8,64m og stökk 1,74m í hástökki á fyrri degi. Í gær hljóp hann svo 60m grind á 8,64s, stökk 4,10m í stangarstökk og hljóp 1.000m á 2:43,05 mín.
 
Elvar Örn Sigurðsson UFA varð íslandsmeistari í sjöþraut drengja, hlaut samtals 4124 stig.
(vantar inn árangur og stig fyrir kúluvarp drengja í mótaforritinu ennþá).
Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki varð íslandsmeistari í sjöþraut sveina með 4295 stig.
 
Heildarúrslit frá MÍ í fjölþrautum eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
Myndin er að verðlaunahöfum í sjöþraut karla.

FRÍ Author