Ágætur árangur á 67. Vormóti ÍR í kvöld

67. Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvellinum í kvöld og náðist ágætur árangur í mörgum greinum á mótinu.
Elma Lára Auðunsdóttir, 13 ára telpa úr Breiðabliki bætti 21 árs gamalt telpnamet í 400m hlaupi, en hún sigraði í þeirri grein í kvöld á 58,46 sek. og bætti met sem Rut Ólafsdóttir FH átti og var 58,5 sek. frá árinu 1978.
 
Guðmundur Sverrisson ÍR bætti sinn besta árangrur í spjótkasti um rúmlega 4,5 metra þegar hann sigraði í spjótkasti karla með 66,23 metrum og náði Guðmundur þar með lágmarki fyrir EM unglinga 19 ára og yngri í næsta mánuði, en lágmarkið er 66,0 metrar. Guðmundur er 19 ára á þessu ári.
 
Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki sigraði í 100m hlaupi karla á 10,90 sek. og náði besta tíma ársins og bætti sinn besta árangur í greininni um 16/100 úr sek.
 
Sandra Pétursdóttir ÍR sigraði í sleggjukasti kvenna og var nálægt íslandsmeti sínu í kvöld, kastaði 53,72 metra., en metið er 54,19 metrar.
 
Sigurvegarar í öðrum greinum:
100m kvenna: Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, 12,88 sek.
200m kvenna: Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR, 26,12 sek.
400m karla: Þorkell Einarsson FH, 51,01 sek.
800m karla: Snorri Sigurðsson ÍR, 1:55,69 mín (persónulegt met).
1500m kvenna: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni, 4:50,99 mín.
3000m karla (Kaldalshlaupið): Þorbergur Ingi Jónsson ÍR, 8:39,22 mín (perónulegt met).
110m gr. karla: Sigurður Stefánsson Fjölni, 16,76 sek.
400m gr. kvenna: Þóra Kristín Pálsdóttir ÍR, 65,13 sek.
400m gr. karla: Gunnar Guðmundsson ÍR, 73,72 sek.
Hást. kvenna: Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss, 1,60m.
Langst.karla: Þór Stefánsson ÍR, 5,47m.
Þrístökk kvenna: Jóhanna Ingadóttir ÍR, 12,47m.
Stangarst. kvenna: Heiðdís Anna Lúðvíksdóttir FH, 2,50m.
Kringluk. karla: Jón Bjarni Bragason Breiðabliki, 46,80m.
Spjótkast kvenna: Valdís Anna Þrastardóttir ÍR, 40,06m.
4x100m boðhl. karla: Sveit Breiðabliks, 44,09 sek.
4x100m boðhl. kvenna: Sveit ÍR, 50,43 sek.
3x800m boðhl. kvenna: Meyjasveit ÍR, 7:28,66 mín.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni: www.mot.fri.is

FRÍ Author