Afturelding 100 ára – Hlynur Guðmundsson fékk gullmerki FRÍ

Ungmennafélagið Afturelding fagnaði í gær og fyrradag 100 ára afmæli félagsins í Hlégarði, en félagið var stofnað 11. apríl árið 1909. Í tilefni af þessum miklu tímamótum ákvað stjórn FRÍ að afhenda þremur einstaklingum úr frjálsíþróttadeild Aftureldingu starfsmerki sambandins fyrir góð störf í þágu hreyfingarinnar.
 
Hlynur Guðmundsson formaður frjálsíþróttadeildarinnar sl. 11 ár og þjálfari sl. 17 ár fékk afhent gullmerki FRÍ og Anna Filbert og Halldór Lárusson fengu eirmerki FRÍ.
 
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar fékk við sama tilefni afhenta endurnýjaða viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ í gær, en deildin varð fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2004.
 
Stjórn FRÍ sendir Aftureldingu árnaðaróskir í tilefni af aldarafmæli félagsins og óskar þessum þremur einstaklingum til hamingju með þessar viðurkenningar. Á myndinni eru þau Anna Filbert, Halldór Lárusson og Hlynur Guðmundsson

FRÍ Author