Afreksviðurkenningar fyrir 2009

Íþróttaafrek á Meistaramóti Íslands 2009
 
Þau sem náðu besta árangri, skv. stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) eru:
 
Jóhanna Ingadóttir, ÍR fyrir 6,17 m í langstökki sem gáfu 1024 stig.
 
Bergur Ingi Pétursson og Óðinn Björn Þorsteinsson, báðir úr FH náðu 1018 stigum. Bergur Ingi fyrir 69,78 m í sleggjukasti og Óðinn Björn fyrir 18,30 m í kúluvarpi.
 
Bestu afrek árins 2009
Óvæntasta afrekið: Kristinn Torfason, FH. Hann stökk 7,54 m í langstökki í Gautaborg 27. júní, sem er 3. besti árangur í greininni frá upphafi.
 
Mestu framfarir: Örn Davíðsson, FH kastaði spjótinu 70,86 m á Norðurlandameistaramóti unglinga í Vaasa í Finnlandi 23. ágúst. Með þessu kasti bætt hann fyrri árangur sinn um sjö metra.
 
Besti afreksunglingurinn 19 ára og yngri: Helga M. Þorsteinsdóttir, Ármanni. Hún setti nýtt íslandsmet sjöþraut í kvennaflokki, ungkonuflokki 21-22 ára, ungkonuflokki 19-20 ára og stúklnaflokki, 5524 stig. Auk þess bætti hún met í stúlknaflokki í kúluvarpi og sjöþraut með stúlkaáhöldum.
 
Besta spretthlaupsafrek ársins (100 og 200m): Emma Ania FH. Hún keppti í Bikarkeppni FRÍ fyrir FH og sigraði í bæði 100 og 200 m hlaupum. Hún náði besta árangri keppanda fyrir íslenskt félag á árinu með 24,61 sek í bikarnum sem gefa 1032 stig, skv. töflu IAAF. Hún fékk afhentan bikar sem Karlakórinn Fóstbræður gáfu til minningar um Jón Halldórsson hlaupara og kórfélaga.
 
Frjálsíþróttakarl ársins: Bergur Ingi Pétursson, FH. Hann bætti íslandsmet sitt í sleggjuasti í 74,48 m  5. maí á síðasta ári.
 
Frjálsíþróttakona ársins: Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, bætti Íslandsmet sitt í spjótkasti, 61,37 m á JJ móti Ármanns 16. maí.
 
Frjálsíþróttamaður ársins:  Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni. Heiðrinum fylgir veglegur bikar sem gefinn var af Ungmennafélagi Íslands.

FRÍ Author