00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Afreksmaðurinn Gunnar Huseby

Penni

< 1

min lestur

Deila

Afreksmaðurinn Gunnar Huseby

Í dag eru 100 ár síðan Gunnar Alexander Huseby, einn af helstu afreksmönnum Íslands í frjálsum íþróttum, fæddist.

Gunnar byrjaði snemma að stunda bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Hann vakti athygli á drengjamóti ÍSÍ árið 1940, þá sextán ára gamall, þegar hann keppti í níu greinum af tólf og sigraði í fimm þeirra.

Sumarið 1944 kastaði hann kúlunni 15,50m sem þá var fjórða lengsta kast í heiminum, aðeins 21 árs gamall, en hann hafði fá tækifæri til keppni á erlendri grundu um tíma vegna heimsstyrjaldarinnar.

Hann varð tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi. Í fyrra skiptið var það á Evrópumeistaramótinu í Osló árið 1946, þar kastaði hann hálfum meter lengra en næsti maður og svo aftur í Brussel árið 1950. Sem gerir hann að eina Íslendingnum sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla í fullorðinsflokki á stórmóti. Lengsta kast hans í Brussel var 16,74m sem var lengsta kast hans á ferlinum. Með þessu kasti setti hann nýtt Íslands-, Norðurlanda-, og Evrópumet. Þetta Íslandsmet stóð í 17 ár.

Auk þess að verða Íslandsmeistari í kúluvarpi tíu sinnum, hampaði hann Íslandsmeistaratitlum í kringlukasti sex sinnum í sleggjukasti tvisvar sinnum.

Hann lést þann 28. maí 1995 en var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ þann 18. apríl árið 2015

Penni

< 1

min lestur

Deila

Afreksmaðurinn Gunnar Huseby

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit