Afrekshópur ungmenna árangursviðmið 2022

Afrekshópur ungmenna árangursviðmið 2022

Hér er að finna upplýsingar um þær viðmiðunarreglur sem gilda varðandi val á íþróttamönnum fæddum 2000-2006 í Afrekshóp ungmenna FRÍ. Einnig er að finna upplýsingar um þau mót erlendis sem fyrirhuguð eru á árinu 2022 en nánari upplýsingar um hvert og eitt þeirra er að finna hér.

Meðal þeirra móta sem fram undan eru á árinu 2022 eru eftirfarandi stórmót:

  • Evrópumeistaramót U18
    4.-7.júlí í Jerúsalem, Ísrael
  • Heimsmeistaramót U20
    1.-6. ágúst í Cali, Colombía

Íþróttamenn sem eru fæddir á árunum 2000-2006 og ná þeim lágmörkum sem gilda á hverju móti fyrir sig eru teknir inn í hópinn jafnóðum yfir tímabilið fram til 1.nóvember 2022.

Tvær leiðir eru fyrir íþróttamenn til að tryggja sér sæti í Afrekshóp ungmenna:

  1. Lágmarki náð á alþjóðlegt mót: Íþróttamaður nær lágmarki á alþjóðlegu móti ungmenna (EM, HM eða önnur alþjóðleg mót með lágmörkum) innan þess lágmarka tímabils sem gefið er út.
  2. Íþróttamaður nær lágmarki á alþjóðlegu móti og keppir á því: Íþróttamaður sem keppir á alþjóðlegum mótum ungmenna árið á undan heldur sæti sínu í Afrekshópi ungmenna. Þetta þýðir að þegar nýr hópur er birtur í janúar þá eru þeir íþróttamenn sem kepptu á alþjóðlegu móti árið á undan áfram í hópnum.

*ATH! Unglinganefnd áskilur sér rétt til að taka ekki íþróttamann í Afrekshóp ungmenna sem hefur sýnt af sér óíþróttamannslega hegðun, ekki fylgt fyrirmælum þjálfara og fararstjóra í keppnisferðalögum á vegum FRÍ eða sýnt slaka ástundun eða almennt áhugaleysi á íþróttinni, til að mynda með því að neita að taka þátt í verkefnum erlendis fyrir hönd FRÍ án gildrar ástæðu (þetta er metið í samvinnu við Afreksstjóra FRÍ, þjálfara og viðkomandi íþróttafélag).