Áframhaldandi samstarf Nike og FRÍ

Nýlega var samningur Frjálsíþróttasambands Íslands og Nike á Íslandi framlengdur til þriggja ára. Nike hefur verið styrktaraðili FRÍ undanfarin tvö ár og er mikil tilhlökkun og ánægja hjá FRÍ með áframhaldandi samstarf.

Nike er eitt stærsta vörumerkið í heiminum og hefur verið leiðandi í þróun íþróttafatnaðar síðustu ár. Það er því frábært að okkar fremsta íþróttafólk fái að keppa í fatnaði frá Nike næstu árin.

Með samningum mun aðgengi afreksfólks í íþróttinni að æfingafatnaði og keppnisbúnaði aukast. Undanfarin ár hefur frjálsíþróttafólk náð frábærum árangri bæði innan og utan vallar. Þau eru miklar fyrirmyndir og því eru vonir bundnar við það að þetta samstarf komi báðum aðilum til góðs.

Hingað til höfum við átt afar farsælt samstarf og erum við hjá Nike stolt af því að hafa besta og flottasta frjálsíþróttafólk landsins í okkar liði. Við hlökkum til að halda okkar góða samstarfi áfram“, segir Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Icepharma.