Æfingahelgi úrvals-og afrekshóps ungmenna FRÍ lukkaðist mjög vel

Það er ljóst að áhuginn fyrir sameiginlegum æfingum, góðri samveru og nýjum kynnum er mikill og því mun unglinganefnd og stjórn FRÍ beita sér fyrir því að efla starf þessara hópa enn frekar til að auka fjölbreytnina í þjálfun og hæfileikamótun frjálsíþróttaungmenna á Íslandi, auka hópefli í frjálsíþróttastarfinu og gera frjálsar að enn meira spennandi valkosti þegar kemur að því að velja íþrótt fyrir framtíðina. Frjálsíþróttasambandið þakkar Svefn og heilsu veittan stuðning við verkefnið og Unglinganefnd FRÍ fyrir góðan undirbúning og stjórnun og öllum þjálfurum og leiðbeinendum fyrir sitt sjálfboðaliðastarf. 

FRÍ Author