Æfingabúðir Úrvalshóps og Afrekshóps FRÍ

Ástæðan fyrir Akureyrarvalinu er einfaldlega sú að aldrei hefur verið haldnar æfingabúðir fyrir utan höfuðborgarsvæðið og er kominn tími til að hrista aðeins upp í hefðinni og þjappa öllum hópnum vel saman fyrir veturinn, og hvergi betra en að gera það á Akureyri.  Bæjaryfirvöld hafa tekið þessari ákvörðun vel og hlakka til að fá stóran hóp úrvals unglinga til Akureyrar í Oktober.

Æfingabúðirnar eru hugsaðar sem helgi þar sem allir eða flest allir fara úr sínu venjulega umhverfi, koma saman, æfa frjálsar, gera eitthvað skemmtilegt saman, fá fræðslu um ákveðna hluti og njóti þess að vera saman og kynnast heila helgi.

Eftir sumarið hafa margir bæst við í Úrvalshópinn og í Afrekshópinn sem er virkilega ánægjulegt að sjá og verða þau sérstaklega boðin velkomin þessa helgi með okkur en núna er árgangur 1995 að koma upp í hópinn.

Nú er undirbúningstímabilið komið á fulla ferð hjá flestum félögum en vonast ég til þess að allir geti tekið sér eina helgi að koma saman sem ein heild og njóta þess að vera saman  og vera hluti af einhverju stórfenglegu.

Nánari upplýsingar verða sendar út í tölvupóst á komandi dögum en ykkur er velkomið að hafa samband í síma 659-7600 eða í tölvupóst karen@frjalsar.net

 

Með frjálsíþróttakveðju

Karen Inga Ólafsdóttir
Unglingalandsliðsþjálfari FRÍ

FRÍ Author