Æfingabúðir Úrvalshóps – Skráningu lýkur 28.mars 2017

Laugardaginn 1.apríl verða haldnar æfingabúðir hjá Úrvalshópnum í Kaplakrika Hafnarfirði.  Síðasti dagur til að skrá sig er þriðjudagurinn 28.mars. Sráning fer fram hér https://docs.google.com/spreadsheets/d/10Do5HgkgBUtdmdM87WjxZ-cuu68ingzA2lFvJHPR1_U/edit#gid=1495497512

Dagskrá laugardagsins verður eftirfarandi í grófum dráttum:

 

09:00-9: 30  Mæting í Kaplakrika

9:30-11:30 Æfing í greinum/tækni

11:30-13:00 Sturta og í kjölfarið matur í Setbergsskóla

13:00-15:00 Fyrirlestrar í Setbergsskóla (ISI fjallar um lyfjapróf og dómaranefnd FRI fjallar um ýmislegt varðandi þátttöku á stórmótum eins og reglur)

15:30-17:00 Æfing í Kaplakrika, annað hvort meiri greinar/tækni eða þrek

16:00-17:00 Fyrirlestur fyrir foreldra í Setbergsskóla varðandi það hversu mikilvægir foreldrar eru í afreksstarfi unglinga – Jón Arnar Magnússon

FRÍ hvetur alla í Úrvalshópnum til að mæta og eiga skemmtilegan dag saman í flottum félagsskap, ekki of mörg tækifæri sem gefast í slíka samveru og því um að gera að nýta þau þegar þau eru í boði. Hvetjum einnig alla foreldra til að hlýða á fyrirlestur Jóns Arnars kl. 16.