Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ heppnuðust vel í Hafnarfirði

Unglinganefnd FRÍ stóð fyrir vel heppnuðum æfingabúðum fyrir efnilegustu frjálsíþróttaunglinga landsins um helgina. Allir lögðust á eitt til að tryggja sérlega vel heppnaða stund í Hafnarfirði. Fyrst er að telja að FH-ingar opnuðu frjálsíþróttahús sitt í Kaplakrika fyrir hópnum. Sama má segja um Setbergsskóla sem opnaði dyr sínar fyrir unglingunum. Nokkrir úrvals þjálfarar sinntu hópnum og gáfu allir vinnu sína. Sama má segja um flotta fyrirlesara sem komu en það voru þeir Örvar Ólafsson sem flutti erindi um lyfjamál fyrir hópinn, Þorsteinn Þorsteinsson fræddi ungmennin um reglur um keppni á alþjóðlegum mótum. Auk þess flutti Jón Arnar Magnússon Íslandsmethafi erindi til foreldra um mikilvægi þeirra fyrir árangur í íþróttum.

Í hádeginu fengu allir bragðgóðan og hollan mat frá Lemon. Þá fengu allir afhenta glæsilega æfingaboli frá Mizuno, nýjum samstarfsaðila FRÍ en það hefði ekki tekist nema með frábærum stuðningi okkar frábæru samstarfsaðila Valitor og Svefns og heilsu.

Fleiri myndir af hópnum má finna á myndasíðu FRÍ hér.

Undirbúningur og skipulag var í höndum Unglinganefndar FRÍ sem sjá má á mynd hér að neðan. Frá vinstri, Haraldur Úlfarsson, Aðalheiður María Vigfúsdóttir og Súsanna Helgadóttir.

Hópurinn hlustaði með athygli á fyrirlestur Þorsteins Þorsteinssonar og hér er tengill á glærurnar