Æfðu eins og Fjóla

Fjóla Signý Hannesdóttir keppir fyrir Selfoss og hefur verið í íslenska frjálsíþróttalandsliðinu í kringum áratug. Hún keppti síðast fyrir landsliðið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi síðasta sumar þar sem hún vann til gullverðlauna í 400 metra grindarhlaupi. Hún hefur margoft orðið Íslandsmeistari í hlaupum, tæknigreinum og þraut. Hún sýnir okkur hér hvernig hún æfði í vor á meðan hún var meidd og öll aðstaða lokuð.