Aðventumót FH – Þrautabraut fyrir 1-4 bekk

Tímaseðill:
Mæting er stundvíslega klukkan 10:30 í Frjálsíþróttahúsið þar sem hóparnir verða kynntir auk
þess sem fyrirkomulag mótsins verður kynnt. Mótið hefst svo klukkan 11:00.
Keppnin:
Stefnt er að því að hvor aldursflokkur keppi í 7 þrautum þar sem markmiðið er að hafa gaman
saman. Hver hópur hefur sinn hópstjóra sem fylgir hópnum í gegnum þrautirnar og skráir niður
sameiginlegan árangur allra í hópnum, en fjöldi hópa og stærð hvers hóps ræðst af fjölda
þátttakenda.
Verðlaun
Allir þátttakendur fá verðlaunapening í þátttökuverðlaun.
Verið velkomin í Hafnarfjörðinn. Frekari upplýsingar gefur Sigurður Haraldsson, siggih@hafnarfjordur.is

FRÍ Author