Aðeins tveir dagar í RIG veislu

Penni

2

min lestur

Deila

Aðeins tveir dagar í RIG veislu

Reykjavík International Games í frjálsíþróttum fer fram á sunnudaginn, 4. febrúar í Laugardalshöllinni. Mótið hefst klukkan 13:25 og hefst útsending á RÚV kl. 14:00. Miðasala fer fram á corsa.is og verður ekki hægt að kaupa miða á staðnum.

Frjálsíþróttafólk ársins 2023 verða meðal keppenda í kúluvarpi á leikunum í ár, þau Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) og Guðni Valur Guðnason (ÍR). Erna Sóley á Íslandsmetið í kúluvarpi kvenna, 17,92 m. en hún sló það í febrúar í fyrra. Lengsta kast hennar á þessu tímabili er 16,68. Guðni Valur, Ólympíufari og Íslandsmethafi í kringlukasti, hefur varpað kúlunni lengst 18,90 m. en sá árangur er frá árinu 2022. Lengsta kast hans á þessu tímabili er 16,84 m.

Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppir um helgina í 1500m hlaupi karla. Hann á best 3:40,36 mín. sem er Íslandsmetið utanhúss. Hann er nýkominn heim úr 30 daga æfingabúðum í Kenya og er bjartsýnn á tímabilið, stefnir á Íslandsmet í greininni en það er í eigu Jóns Diðrikssonar og er frá árinu 1980. Verður spennandi að fylgjast með honum. Baldvin fær góða keppni frá Norðmönnunum Kjetil Brenno Gagnås sem á best 3:42,20 mín., Magnus Øyen sem á best 3:46,96 mín., Håkon Berg Moe sem á best 3:47,10 mín. og Sondre Rishøi sem á best 3:47,99 mín.

Dananinn Kojo Musah keppir í 60m en hans besti tími er 6,56 sek. Kojo keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 og á 10,14 sek. í 100m hlaupi. Hollendingurinn Naomi Sedney (FH) tekur þátt í 60m hlaupi kvenna á leikunum í ár og fær góða keppni frá hinni 13 ára gömlu Freyju Nótt Andradóttur (ÍR). Besti árangur Naome í greininni er 7,22 sek. frá árinu 2018. Besti árangur Freyju er 7,58 sek. frá því í mars í fyrra. Daninn Viktoria Stelnik Bindslev tekur einnig þátt í 60m hlaupi kvenna. Hennar besti árangur í greininni er 7,65 sek. sem er aðeins 2 sekúndubrotum frá besta árangri Júlíu Kristínar Jóhannesdóttur (Breiðablik).

Íslandsmethafinn í þrístökki, Irma Gunnarsdóttir (FH) verður meðal keppenda í blandaða langstökkinu um helgina en hún er búin að eiga frábært start á tímabilnu. Hún bætti sig í langstökki á Stórmóti ÍR með stökki upp á 6,45 m. og er nú aðeins 9 cm. frá Íslandsmeti Hafdísar og sigraði langstökkið á Sprint´n´Jump mótinu sem fram fór í Árósum þann 23. janúar. Verður spennadi að sjá hvað hún gerir um helgina.

Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) og Svíinn Nick Ekelund-Arenader verða meðal keppenda í 400m, besti árangur Ívars er 47,76 sek. og besti árangur Nick´s er 46.31 sek. Í kvennaflokki verða Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) og Daninn Zarah Buchwald á meðal keppenda. Eir á best 56,24 sek. og Zarah á best 55,21 sek.

Spennandi einvígi verður í hástökki kvenna þar sem Birta María Haraldsdóttir (FH) og Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) verða meðal keppenda. Birta María á best 1.80 m. utanhúss en 1,75 m. innanhúss og Helga Þóra á best 1,78 m. innanhúss en hún stökk það á Stórmóti ÍR sem fram fór 21. janúar sl.

Aðrir keppendur sem vert er að fylgjast með:

  • Antony Vilhjálmur Vilhjálmsson í 200m hlaupi karla.
  • Fjölnir Brynjarsson í 1500m hlaupi karla.
  • Guðjón Dunbar Diaquoi í langstökki karla.
  • Gylfi Ingvar Gylfason og Kristófer Þorgrímsson í 60 hlaupi karla.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir í 400m hlaupi kvenna.
  • Íris Anna Skúladóttir og Embla Margrét Hreimsdóttir í 1500m hlaupi kvenna.
  • Ísold Sævarsdóttir í langstökki kvenna.
  • Ívar Kristinn Jasonarson í 400m hlaupi karla.

 

Tímaseðilinn fyrir mótið má finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Aðeins tveir dagar í RIG veislu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit