Á nýju Íslandsmeti í annað sinn í vikunni

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á 10. Origo móti FH sem fram fór í Kaplakrika í dag. Vigdís kastaði 62,70 metra og bætti metið um einn sentimetra.

Vigdís eru í frábæru formi þessa dagana en gamla metið setti hún sjálf á fimmtudaginn og er þetta því í annað sinn á þremur dögum sem hún bætir metið. Vigdís er nú búin að bæta metið fjórum sinnum í sumar og þrettán sinnum frá upphafi.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir bætti met Vigdísar í fyrra og stóð það þar til Vigdís náði því til baka í upphafi sumars. Það stefnir því í spennandi keppni milli þeirra á Meistaramóti Íslands sem fer fram 25. og 26. júlí á Þórsvelli, Akureyri.