Á æfingu með Maríu Rún

Í þætti þrjú fórum við Á æfingu með Maríu Rún. María Rún Gunnlaugsdóttir er fremsta fjölþrautarkona Íslands og er í fjórða sæti afrekalistans frá upphafi. Hún hefur oft orðið margfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands síðustu ár og verið stigahæsti einstaklingurinn á Bikarkeppni FRÍ. María var valin fjölþrautarkona ársins 2019 og er liðsmaður íslenska landsliðsins. Hún keppti í hástökki og 100 metra grindarhlaupi á Evrópubikar síðasta sumar þegar Íslands tryggði sér sigur í 3. deild.