Á æfingu með Ísak Óla

Í þætti fjögur fórum við á æfingu með Ísak Óla. Ísak Óli er einn fremsti fjölþrautarkappi landsins. Hann er í sjöunda sæti afrekalistans í sjöþraut og einn af fimmtán Íslendingum sem náð hafa yfir 7000 stigum í tugþraut. Ísak er hluti af íslenska frjálsíþróttalandsliðinu og keppti hann síðast fyrir Íslands hönd á Evrópubikar síðasta sumar þegar Íslands tryggði sér sigur í 3. deild.