Á æfingu með Hilmari

Í fyrsta þætti af Á æfingu með… hittum við Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastara í FH og einn fremsta frjálsíþróttamann Íslands. Hann er sem stendur efstur Íslendinga á heimslistanum í sinni grein, í 41. sæti. Á síðasta ári bætti Hilmar Íslandsmetið í sleggjukasti sem staðið hafði í ellefu ár þegar hann kastaði 75,26 metra. Hilmar hefur nýlega lokið háskólanámi í Bandaríkjunum og í fyrra, á sínu síðasta keppnisári, varð hann ACC svæðismeistari fjórða árið í röð og sá fyrsti í sögunni til þess að ná þeim áfanga. Hann sigraði svo Austurdeildina og var þriðji á bandaríska háskólameistaramótinu. Hilmar var valinn frjálsíþróttakarl ársins 2019.