Á æfingu með Guðbjörgu

Í þætti tvö fórum við Á æfingu með Guðbjörgu Jónu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Hún hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var valin frjálsíþróttakona ársins 2019.