RIG úrslit: Hulda Þorsteinsdóttir setti mótsmet á RIG í stangarstökki – fór hátt yfir 4m

Hulda Þorsteinsdóttir sýndi mikla yfirburði í stangarstökki á RIG, fór hátt yfir 4,00m, sigraði með yfirburðum og sett mótsmet. Ljóst er að Hulda verður til alls líkleg á þessu ári en hún náði best í fyrra að stökkva 4,34m og því nálægt því að tryggja sér þátttökurétt á EM í Amsterdam 2016 – lágmarkið eru 4,40m. Þeir sem best þekkja til segja þá hæð enga fyrirstöðu fyrir Huldu þegar líða tekur á árið og benda á markmiðið að komast til Ríó með því að stökkva yfir 4,50m. Á RIG var ljóst að Hulda á mikið inni í stangarstökki.
 

FRÍ Author