Meistaramót öldunga og MÍ í 5 og 10 km hlaupi um helgina

Um helgina verður líf og fjör á Selfossi. Öldungamótið fer fram bæði laugardag og sunnudag þar sem keppt er í fjölda greina í mörgum aldursflokkum. Konur í aldursflokkum frá 30 ára aldri og karlar í aldursflokkum frá 35 ára. Í boði eru hlaup, stökk og tæknigreinar. Sjá nánar tímaseðil þar sem jafnframt er hægt að skrá sig. 
 
Samhliða öldungamótinu verður á laugardeginum keppt í 5 km hlaupi kvenna og 10 km hlaupi karla. Gott tækifæri fyrir hlaupara sem ekki eru vanir að hlaupa á hlaupabraut að prófa. Engar brekkur, því ætti að nást góður tími. Sjá nánar tímaseðil þar sem jafnframt er hægt að skrá sig.
 

FRÍ Author