HM inni Portland Oregon. Aníta hleypur til úrslita á HM í dag kl.20:30

Aníta Hinriksdóttir er ein 6 hlaupara sem keppa til úrslita í 800m hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Portland í dag. Bein útsendin er frá HM hlaupinu á RUV2 og 800m hlaupið ræst af stað kl. 20:30 að íslenskum tíma. Fimm keppenda eiga betri tíma en Aníta á þessu ári og því ljóst að Aníta þarf að eiga sinn allra besta dag til að hafna ofar en í 5. sæti að því gefnu að hinar stúlkurnar hlaupi á sínu besta. Það eitt að komast í úrslit í 800m hlaupi á heimsmeistaramótinu er afrek í íslenskri frjálsíþróttasögu og frábært veganesti fyrir Anítu inn í stærst utanhússtímabil á keppnisferli hennar – Evrópumeistaramót 2016 í júlí og Ólympíuleikar 2016 í ágúst.
 
Upplýsingar á vef IAAF – sjá hér
 
 

FRÍ Author