HM 2015 Kína. Ásdís Hjálmsdóttir kastar í forkeppninni í dag – föstudag

Ásdís Hjálmsdóttir átti ekki einn af sínum bestu dögum í forkeppni spjótkastsins að þessu sinni eins og hún átti á Ólympíuleikunum í London þegar hún setti Íslandsmet í forkeppninni 62,77m og komst í úrslit á leikunum. Í Peking kastaði hún 56,72m og komst ekki áfram. Árangur upp á 62,22m eða lengra  þurfti til að komast í 12 keppenda úrslit á HM í Peking. Næsta stórverkefni Ásdísar eru Ólympíuleikarnir í Río 2016 – eftir rúma 300 daga. 
 
Árangur í forkeppninni í Peking – sjá hér
Mynd með frétt: Terry Machuge þjálfari Ásdísar og Ásdís Hjálmsdóttir – Peking 2015

FRÍ Author