MÍ í fjölþrautum . Mikið um persónulegar framfarir- þar af Tristan Freyr Jónsson og Ragúel Pino Alexandersson með aldurslokkamet.

 Árangur hjá Tristani Frey stóð upp úr á mótinu þegar hann lauk sjöþraut með 5442 stigum eða 308 stigum meira en hann átti best. Tristan hafnaði í 6. Sæti í tugþraut á NM unglinga 18-19 ára sumarið 2015 og mun keppa í sama flokki 11. og 12. Júní í Växjö í Svíþjóð í sumar. Miðað við 308 stiga bætingu hjá Tristan Frey í sjöþraut í síðasta mánuði má gera ráð fyrir verulegum framförum hjá honum í tugþrautinni á háu getustigi. Framfarir Tristans Freys í sjöþraut innanhúss á MÍ lofar góðu um framhaldið á árinu og undirstrika að hann er kominn í allra fremsti röð fjölþrautamanna á Norðurlöndunum í sínum aldursflokki. Á 31. stjórnarfundi FRÍ var Tristan Freyr forvalinn til þátttöku á NM unglinga sem merkir að hann mun ekki þurfa að freista þess að fara í gegnum tugþraut á vordögum hér heima til að öðlast þátttökurétt frá FRÍ á mótinu.

Persónulegar framfarir – sjá hér
Skipting verðlauna – sjá hér

FRÍ Author