Aníta, Hafdís og Hulda á fullri fer í dag – stefna á árangursviðmiði til þátttöku á HM í Kína

Aníta Hinriksdóttir hleypu í Belgíu í dag kl. 15:55  á okkar tíma að og stefnir að því að ná árangursviðmiði til þátttöku í 800m hlaupi sem er 2:01,00. Fyrir skömmu hljóp hún einnig á sterku móti í belgíu, kom önnur í mark á tímanum 2:01,10 og því ansi nærri því að ná að tryggja sér þátttökurétt á HM í Peking í lok mánaðarins.
 
Hafdís Sigurðardóttir keppir í langstökki á Laugardalsvelli í dag kl.16:00 og freistar þess að bæta Íslandsmet sitt (6,56m ) um aðeins 14cm sem tryggir henni einnig þátttökurétt á HM í Peking.
Hulda Þorsteinsdóttir, keppir í stangarstökki í Laugardalshöll í dag kl. 16:00 og freistat þess að fara yfir 4.50m sem hún átti gjög góða tilraun við að fara yfir á Akureyri um síðustu helgi.
 
Hvetjum alla til að mæta á Laugardalsvöllinn kl. 16:00 og/eða Laugardalshöllina kl. 16:00 og hvetja Hafdísi og Huldu í þeirra áskorun.

FRÍ Author