60. þing FRÍ . Ný formaður mun leiða nýtt frjálsíþróttavor að loknu þingi – fjárhagur sambandsins hefur verið styrktur svo um munar.

Á 32. fundi stjórnar FRÍ í gær kynnti framkvæmdastjóri FRÍ, Árni Þorsteinsson, um verulegan viðsnúning á fjárhag sambandsins og gjaldkeri FRÍ, Jón H. Steingrímsson, fór yfir ársreikninga sambandsins á lokastigi frágangs. Fram kom að verulegur hagnaður er af reglulegri starfsemi sambandsins árið 2015 og lækkun vaxtagjald um hátt í 800.000 kr. milli ára svo nokkuð sé nefnt. Þá var einnig staðfestur verulegur hagnaður af reglulegri starfssemi sambandsins á fyrsta ársfjórðungi 2016 og því fyrirsjáanlegt gott veganesti til staðar fyrir nýja stjórn að leiða för sambandsins að loknu þingi. Við svo búið staðfesti formaður FRÍ á stjórnarfundinum fyrri viljayfirlýsingu um að þakka innilega fyrir sig á komandi þingi og bjóða nýjan formann velkominn til starfa. Samhliða tilkynnti Einar að tíma hans innan frjálshreyfingarinnar muni að nýju verða varið, að mestu leiti, á íþróttavellinum með íþróttamönnum sem stefna að því að bæta sig í íþrótt sinni.
 
Dagskrá þingsins verður send út fyrir helgina og ráð fyrir gert að þingstörf hefjist kl. 9:00 á laugardagsmorgni. Tillögur sem borist hafa stjórnar FRÍ verða sendar út eigi síðar en föstudagskvöldið 15. apríl. Á laugardagskvöldinu 30. apríl verður uppskeruhátíð FRÍ haldinn í lifandi umhverfi sem skemmtilegt verður að vera hluti af. Sambandsaðilar eru hvattir til að taka frá tíma milli kl 19:00-22:00 laugardaginn 30. apríl.  Dagskrá uppskeruhátíðar verður kynnt síðar.
 
Stjórn FRÍ hvetur sambandsaðilar til að mæt til þings og taka virkan þátt í nýju frjálsíþróttavori – á fullri ferð í frjálsum.
 
 

FRÍ Author