95. Meistaramót Íslands sett á einn dag

Tilkynning frá stjórn FRÍ: Vegna eindreginnar veðurspár um mjög kaldan komandi sunnudag hefur stjórn FRÍ, að frumkvæði mótsstjórnar Meistaramóts Íslands og í samráði við mótsstjórnina, ákveðið að keppni fari aðeins fram á einum degi, laugardaginn 12. júní. Það er ekkert launungarmál að það liggur mikið við að okkar líklegustu keppendur á Ólympíuleikum nái að keppa við sem bestar aðstæður nú þegar líður að lokum lágmarkatímabilsins. Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt.
 
Tímaseðillinn mun koma í ÞÓR seinna í kvöld og verður opið fyrir breytingar á keppendum í greinar