82. Meistaramót Íslands 26.-27. júlí – Nýtt fyrirkomulag í stigakeppni

Um aðra helgi fer 82. Meistaramót Íslands fram á Laugardalsvelli í umsjón frjálsíþróttadeildar Ármanns.
Nokkuð rótækar breytingar voru gerðar í sambandi við stigakeppni milli félaga um Íslandsmeistaratitil félagsliða á þingi FRÍ í vor. Síðastliðin ár hefur stigakeppnin farið þannig fram að sex efstu í hverri grein hafa reiknast til stiga þannig að fyrsta sæti gaf 6. stig, 2. sæti gaf 5. stig o.s.frv. niður í 1. stig fyrir 6. sæti.
 
Núverandi fyrirkomulag er þannig að fyrstu sex sæti í hverri grein reiknast til stiga m.v. árangur skv. stigatöflu IAAF.
Ef viðkomandi nær ekki 600 stigum skv. stigatöflunni, þá reiknast engin stig. Keppt verður um Íslandsmeistaratitil félagsliða í karla- og kvennflokki og í samanlagðri stigakeppni beggja kynja. Þá var einnig samþykkt á þinginu í vor að veita sérstök verðlaun fyrir besta árangur í einstakri keppnisgrein skv. sömu töflu, bæði í karla- og kvennaflokki.
 
Búið er að opna fyrir skráningu í mótið í mótaforritinu hér á síðunni, en skráningarfrestur er til nk. þriðjudags.
Nánari upplýsingar um 82. Meistaramót Íslands eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni m.a. er þar að finna töflu með þeim árangri sem þarf að ná til að ná 600 stigum í öllum keppnisgreinum, en keppt er í 19 keppnisgreinum karla og 18 í kvennaflokki.
Meira

FRÍ Author