82. Meistaramót Íslands – úrslit seinni keppnisdags

*Björgvin Víkingsson FH sigraði með yfirburðum í fyrstu grein dagsins, 400m grindahlaupi á 53,13 sek., sem er 75/100 úr sek. frá hans eigin meistaramótsmeti frá árinu 2002. Íslandsmet hans í greininni er hinsvegar 51,17 sek. frá því í sl. mánuði. Annar varð Brynjar Gunnarsson ÍR á 57,36 sek.
* Herdís Helga Arnalds Breiðabliki sigraði í 400m grindahlaupi kvenna á 65,42 sek. eftir mikla baráttu við Þóru Kristínu Pálsdóttur ÍR sem var í öðru sæti á 65,89 sek.
* Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ sigraði í gríðarlega jöfnu og spennandi 800m hlaupi karla á 1:56,28 mín, í öðru sæti varð Bjartmar Örnuson UFA á 1:56,54 mín, aðeins 1/100 úr sek. á undan Birni Margeirrsyni FH. Sigurbjörn vann þar með sín önnur gullverðlaun á mótinu, en hann sigraði einnig í 1500m hlaupi í gær.
* Íris Anna Skúladóttir Fjölni sigraði í 800m hlaupi kvenna á 2:20,61 mín og Sólveig Margrét Kristjánsdóttir FH varð önnur á 2:23,50 mín.
* Sveinn Elías Elíasson Fjölni sigraði í 200m hl. Karla á 22,08 sek. (-4,5m/s) og Trausti Stefánsson FH varð í öðru sæti á 22,35 sek. Sveinn vann þar með sín þriðju gullverðlaun á mótinu, en hann sigraði í 100 og 400m hl. Í gær.
* Silja Úlfarsdóttir FH sigraði einnig í þremur einstaklingsgreinum á meistaramótinu, en hún vann 200m hl. Í dag á 24,75 sek. (-3,7m/s), en Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR varð önnur á 25,29 sek.
* Kári Steinn Karlsson Breiðabliki vann öruggan sigur í 5000m hlaupi karla á 14:55,22 mín og félagi hans úr Breiðabliki, Stefán Guðmundsson varð annar á 15:58,93 mín. Kári Steinn var 10 sek. frá meistaramótsmeti sínu sem hann setti á síðasta ári á Sauðárkróki.
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni vann sigur í 3000m hl. Kvenna á 10:02,58 mín og bætti meistaramótsmetið sem Íris Anna Skúladóttir átti um rúmlega 22 sek. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR var önnur á 10:05,20 mín og Íris Anna Skúladóttir Fjölni var þriðja á 10:06,61 mín. Þetta voru önnur gullverðlaun Arndísar á mótinu, en hún vann einnig sigur í 1500m hl. Í gær.
* Sveit FH vann öruggan sigur í 4x400m boðhlaupi karla, sveit ÍR varð í öðru sæti og sveit Breiðabliks í þriðja.
* Sveit FH vann einnig sigur í 4x400m boðhlaupi kvenna, þar sem Silja Úlfarsdóttir tryggði sveitinni sigur á síðasta spretti og hlaut þar með fimm gullverðlauna á mótinu.
 
Kastgreinar:
* Óðinn Björn Þorsteinsson FH sigraði í kúluvarpi og kringlukasti karla, hann kastaði 16,86m í kúluvarpi og Ásgeir Bjarnason FH varð í öðru sæti með 15,39m. Óðinn kastaði kringlunni 51,93m og Bergur Ingi Pétursson FH varð annar með 45,72m. Óðinn varð í öðru sæti í sleggjukasti í gær og því sigursælasti kastaði meistaramótsins.
* Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH vann kringlukast kvenna, kastaði 40,45m og Vilborg Jóhannsdóttir UMSS varð í öðru sæti með 37,03m.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni vann kúluvarp kvenna, varpaði 12,72m og Ragnheiður Anna Þórsdóttir varð önnur með 11,50m.
 
Stökkgreinar:
* Kristinn Torfason FH tryggði sér sín önnur gullverðlaun á mótinu með sigri í þrístökki í dag, en hann sigraði í langstökkinu í gær. Kristinn stökk 14,19 meta og félagi hans úr FH, Jónas Hlynur Hallgrímsson varð annar, stökk 2 sm skemur eða 14,17m.
* Gauti Ásbjörnsson UMSS vann stangarstökk karla, stökk 4,40m, annar varð Börkur Smári Kristinsson ÍR, stökk 4,20m.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni tryggði sé sín önnur gullverðlaun með sigri í hástökki, en hún sigraði með því að stökkva yfir 1,66m og jafnar í öðru til þriðja sæti með 1,63m urðu þær Íris Svavarsdóttir FH og Guðrún María Pétursdóttir Breiðabliki.
 
Bestu afrek mótsins:
Bergur Ingi Pétursson FH vann besta afrek mótsins í karlaflokki, 72,92 metra í sleggjukasti, en sá árangur gefur 1067 stig skv. Stigatöflu IAAF.
Silja Úlfarsdóttir FH vann besta afrekið í kvennaflokki á mótinu fyrir 200m hlaup, 24,75 sek., en sá árangur gefur 1022 stig skv. Stigatöflu IAAF.
 
Íslandsmeistarar félagsliða:
Lið FH sigraði örugglega í stigakeppni meistaramótsins og eru því Íslandsmeistarar félagsliða 2008.
FH ingar höfðu mikla yfirburði í karlakeppninni, en kvennakeppni mótins var mun jafnari og fór svo að lið ÍR varð Íslandsmeistari félagsliða í kvennaflokki 2008.
 
Lið FH hlaut samtals 46.772 stig í samanlagðri stigakeppni, lið ÍR varð í öðru sæti með 27.482 stig og Breiðablik í þriðja sæti með 23.861 stig.
 
Karlalið FH hlaut samtals 30.784 stig, Breiðablik 13.759 stig og ÍR 11.265 stig.
Kvennalið ÍR hlaut samtals 16.217 stig, FH 15.998 stig og Breiðablik 10.102 stig.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni: www.mot.fri.is
 
Myndin er af Bergi Inga Péturssyni og Silju Úlfarsdóttur sem unnu bestu afrek meistaramótsins í karla og kvennaflokki á mótinu.
 

FRÍ Author