82. Meistaramót Íslands – Undankeppni í fimm greinum

Verið er að vinna í uppsetningu leikskrár í mótaforritinu, en ljóst er að undankeppni mun fara fram í fimm keppnisgreinum eða 100m hlaupi karla og kvenna, 200m hlaupi karla og kvenna og langstökki kvenna.
Undanrásir í 100m hlaupi kvenna verða kl. 12:00 á laugardaginn (3 riðlar) og kl. 12:20 í 100m hlaupi karla
(4 riðlar). Undankeppni í langstökki kvenna verða kl. 12.30 (20 keppendur).
Á sunnudaginn fara svo fram undanrásir í 200m hlaupi kvenna kl. 12:00 (3 riðlar) og kl. 12:20 í 200m hlaupi karla
(3 riðlar).
 
Hægt er að skoða keppendalista og keppendur í greinum í mótaforritinu hér á síðunni, en ennþá er eftir að raða í riðla og stökk/kaströð og setja endanlegan tímaseðill upp, en það á vera komið inn seinna í dag.

FRÍ Author