Bauhaus Junioren Galan í Mannheim

Frjálsíþróttasamband Ísland og unglinganefnd FRÍ hafa valið eftirfarandi ungmenni til þátttöku á Bauhaus Junioren Gala sem fer fram í Mannheim í Þýskalandi 1.-2. Júlí:

Tiana Ósk Withworth ÍR í 100 og 200 m
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR í 100 og 200 m
Dagur Andri Einarsson FH í 100 og 200 m
Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu í kúluvarpi

Auk þeirra náði Þórdís Eva Steinsdóttir einnig lágmarki á mótið en hún gaf ekki kost á sér að þessu sinni þar sem hún hefur sett stefnuna á Gautaborgarleikana með félögum sínum úr FH.

Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni verða Einar Þór Einarsson FH og Pétur Guðmundsson ÍR

Bauhaus Junioren Galan, fyrir þá sem ekki þekkja til, er boðsmót í unglingaflokki með ströngum lágmörkum. Undanfarin ár hefur þetta mót verið eitt sterkast mótið sem boðið er upp á í Evrópu fyrir þennan aldur, 16-19 ára. Íslendingar hafa verið svo heppnir undanfarin ár að við höfum fengið um 4-6 boðssæti. Það er virkilega ánægjulegt að geta boðið okkar unga og efnilega fólki upp á að taka þátt í slíku móti og eiga Þjóðverar þakkir skilið fyrir frá okkur.