75 ár frá fyrstu landskeppni landsliðs Íslands í frjálsum íþróttum

Penni

< 1

min lestur

Deila

75 ár frá fyrstu landskeppni landsliðs Íslands í frjálsum íþróttum

Myndir

Fimmtudaginn 30. nóvember fór fram samkoma í tilefni þess að 75 ár eru frá fyrstu landskeppni landsliðs Íslands í frjálsum íþróttum. Magnús Jakobsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Friðrik Þór Óskarsson fóru yfir síðustu 75 ár í máli og myndum og verkefnum sem frammundan eru.

Þar á meðal kynntu þeir nýtt efni á heimasíðunni, Saga FRÍ en þar er búið að safna saman upplýsingum um sögu Frjálsíþróttasambandsins. Myndasafn FRÍ, en unnið er að því að skrásetja sögu FRÍ í myndum. Gaman væri ef þeir sem til þekkja myndu aðstoða við skrásetninguna. Allar upplýsingar eru vel þegnar s.s. nöfn, félög, dagsetningar, ártöl og tilefni. Áhugasömum er bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á midlun@fri.is

Frábær mæting og ljóst er að þessi fyrsti hittingur er aðeins upphafið að fleiri skemmtilegum samkomum þessa hóps enda mikið efni til frá þessum 75 árum.

Penni

< 1

min lestur

Deila

75 ár frá fyrstu landskeppni landsliðs Íslands í frjálsum íþróttum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit