70 ár frá Evrópumeistaratitlum Gunnars og Torfa

Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum árið 1950 fór fram í Brussel, höfuðborg Belgíu. Mótið var haldið dagana 23. – 27. ágúst og eru því nákvæmlega 70 ár síðan. Á mótinu unnu tveir Íslendingar til gullverðlauna og hefur enginn Íslendingur unnið til gullverðlana á EM utanhúss síðan þá.

Gunnar Huseby sigraði í kúluvarpi með miklum yfirburðum. Hann kastaði lengst 16,74 metra og rúmum einum og hálfum metra lengra en sá sem varð annar með kast upp á 15,16 metra. Torfi Bryngeirsson sigraði svo í langstökki þegar hann stökk 7,32 metra. Torfi keppti einnig í stangarstökki á sama móti og komst hann einnig í úrslit í þeirri grein. Úrslitin í stangarstökkinu og langstökkinu fóru hins vegar fram á sama tíma og þurfti hann því að velja á milli.

FRÍ Author