66°N úlpur afhentar fyrir Íslandsmet

Íslandmetið í 4×100 m hlaupi er nú 40,84 sekúndur og var það sett í Tbilisi, Georgíu, þann 21.júní.  Fyrra metið sem hafði staðið frá 29.06.1996, eða í 18 ár, var 41,19 sekúndur.  Sú sveit var skipuð þeim Ólafi Guðmundssyni, Jóni Arnari Magnússyni, Herði Gunnarssyni og Jóhannesi M. Marteinssyni.
 
Hafdís Sigurðardóttir sló rúmlega ársgamalt met sitt í langstökki utanhúss þegar hún stökk 6,41 meter í Tbilisi.  Fyrra met hennar var 6,36 metrar.  Á innanhússtímabilinu fyrr á árinu tvíbætti Hafdís Íslandsmetið í langstökki.  Í fyrra skiptið er hún stökk 6,40 metra á Meistaramóti Íslands 1. febrúar og í annað skiptið þegar hún stökk 6,45 metra á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum þann 23. febrúar.  Gamla metið var í eigu Sunnu Gestsdóttur, 6,28 metrar, og var það orðið 11 ára gamalt.
 
Fyrr á árinu voru afhentar úlpur fyrir met í 800 m hlaupi kvenna innanhúss sem Aníta Hinriksdóttir setti á Reykjavík International Games og svo fyrir sleggjukasti kvenna en Vigdís Jónsdóttir setti nýtt met í greininni í vor líkt og áður hefur verið greint frá hér á fri.is.
 
Myndin sem fylgir fréttinni er frá afhendingu úlpnanna og er tekin af Gunnlaugi Júlíussyni.  
Í neðri röð frá vinstri má sjá Kolbein Höð, Hafdísi og Juan Ramon.  Í efri röð frá vinstri eru þeir Jóhann Björn og Ari Bragi. 

FRÍ Author