66. Vormót ÍR í kvöld kl. 20:00

Í kvöld fer 66. Vormót ÍR fram á Laugardalsvelli og hefst mótið kl. 20:00. 107 keppendur er skráðir í mótið, sem er fyrsta stóra mótið hér heima í sumar. Margt af besta frjálsíþróttafólki mótsins er skráð til leiks í kvöld.
Keppt verður í 12 greinum karla og 10 greinum kvenna og má búast við spennandi keppni í flestum greinum, en þetta er síðasta mótið fyrir val á landsliði Íslands fyrir Evrópubikarkeppni landsliða, sem fram fer í Tallinn 21.-22. júní nk. Fjölmennustu keppnisgreinar mótsins eru 100m hlaup karla (20), 100m kvenna (14), 200m karla (13) og langstökk kvenna (12). Að venju er keppt í Kaldalshlaupinu, 3000m hlaupi karla til minningar um Jón Kaldal stórhlaupara og þar er m.a. Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í 5000m og 10.000m hlaupum skáður til leiks.
 
Nánari upplýsingar um 66. Vormót ÍR s.s. tímaseðil og keppendalista eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 

FRÍ Author