66. Vormót ÍR – Kári vann Kaldalshlaupið

Kári Steinn Karlsson fékk litla keppni í 3000m hlaupi karla, sem hlaupið er til minningar um Jón Kaldal stórhlaupara, sem gerði garðinn frægan á fyrri hluta síðustu aldar. Kári kom langfyrstur í mark á 8:45,63 mín.
 
Að öðrum árangri á mótinu í gær má nefna að Sveinn Elías Elíasson Fjölni sigraði í 100m hlaupi á 10,85 sek.( 1,3m/s), Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki sigraði í 100m hlaupi kvenna á 12,36 sek. og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR varð í öðru sæti á 12,37 sek., en meðvindur var aðeins yfir leyfilegum mörkum eða 2,4m/s.
Báðar voru þær að hlaupa langt undir þeim tímum sem þær eiga best í 100m hlaupi.
Óðinn Björn Þorsteinsson FH varpaði kúlunni 18,18 metra og Pétur Guðmundsson ÍR, Íslandsmethafi í kúluvarpi kastaði kringunni 50,30 metra. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ stökk 5,84 metra í langstökki, sem er 4 sm bæting hjá henni. Örn Davíðsson FH var nokkra sm frá eigin drengjameti í spjótkasti, en hann sigraði með 63,15 metra kasti.
Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni sigraði í 1500m hlaupi kvenna á sínum besta tíma utanhúss, 4:46,41 mín.
Bjarki Gíslason UFA reyndi við eigið drengjamet í stangarstökki á mótinu eftir að hafa stokkið yfir 4,30 metra, en felldi þrívegis 4,51 metra.
 
Heildarúrslit frá 66. Vormóti ÍR eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 

FRÍ Author